Margt hefur gerst síðastliðin ár þegar talað er um að framför. Tæknibyltingin mikla er nú í gangi, það hafa aldrei verið fleiri frumkvöðlar á Íslandi og meðalaldur fólks hefur hækkað gríðarlega vegna þróun lyfja. Ekkert eitt fyrirtæki né ríki ber ábyrgð á þessu, ég vil meina að allt kerfið er að taka þátt í þessu, þökk sé frjálsri samkeppni. Samkeppni þýðir það auðvitað að fólk er alltaf að berjast við að vera nr.1. Ef enginn er að reyna að vera betri en sá besti verða aldrei framfarir.

Við sjáum best þetta í Kúbu. 1959 tekur Fidel Castro við, og síðan 1959 hefur lítið breyst. Fólk keyrir á fornum bílum, sveltir þar sem það hefur klárað sinn matarskammt og býr í ruslblokkum. Það er eins og Fidel Castro ýtti bara á stopp takkann og látið fjarstýringuna vera síðan. Þetta er vegna þess að ríkið  á allt. Ríkið á þig í raun. Ef það væri ekki fyrir vestrænni framför í lyfjum þá get ekki ekki ímyndað mér hver staðan væri þarna. Ástandið er hörmulegt og það fer algjörlega framhjá mér hvernig fólk skuli vilja kerfi eins og þar.

Kúba er ekki eina dæmið. Venesúela er land sem bókstaflega liggur á olíu. Skv. könnun British Petrolium eða BP getur Venesúela framleitt 297 milljarð tunna á ári, um 30 milljarð tunnum meira en Sádí Arabíu sem er í öðru sæti í olíuframleiðslu. Það á allt að þýða að Venesúela á að vera ríkt land með gríðarstóran iðnað og efnahag sem berst við stærstu lönd í heimi. Hugo Chavez og Nicholas Maduro hafa hinsvegar séð til þess að landið er mjög fátækt og keppist við að vera með hættulegustu löndum í heimi. Gjaldeyri þurfti að breytast þar sem Bolivarinn fór hríðfallandi og varð að 1600 bolivar = 1 USD. Chevez tókst að koma fram sínum sósíalísku hugmyndum á framfæri og gerði nærri allt að ríkiseign. Þetta þýðir auðvitað það skv. einfaldri hagfræði að Venesúela fer ekkert fram. Það er nákvæmlega það sem hefur gerst.

 

Það er hægt að keppast í nánast öllu, Coke vs Pepsi, Fender vs. Gibson, Burger King vs. Mcdonalds, Oasis vs. Blur, Actavis vs. Alvogen, WOW vs. Icelandair og mikið meira til. Þegar einn standarður er settur kemur annar og toppar hann, það er ekki neinn stopp takki. Nú hefur landlæknir gefið leyfi fyrir því að Klíníkin í Ármúla fái leyfi til að sjá um sérhæfða sjúkrastofu og legudeild. Þetta er alls ekki neikvætt, ef eitthvað bara gott fyrir okkur Íslendinga að fá fleiri sérhæfðar stofnanir. Biðlistar eftir sérhæfðum aðgerðum munu minnka þá töluvert hjá LSH og fólk sem minna mega sín getur farið í aðgerð mikið fljótar og notið sömu þjónustu og boðið er upp í hjá einastofnunum þar sem LSH verður alltaf að vera fyrsta flokks sjúkrahús. Nú verður framkvæmdastjórn LSH að hirða upp um sig brækurnar og sjá til þess að LSH verði framúrskarandi heilbrigðisstofnun. Væri Karolinska besti spítali í heimi ef það væru engar einkareknar stofnanir?

Það er mannlegt eðli að keppast á við hvort annað, hvort það skuli vera í íþróttum, hönnun, efnahagi eða lyfjatækni. Ég spyr ykkur kæru Íslendingar, viljum við fara áfram og hafa betri og betri lífsgæði og gera þennan heim sem bestan fyrir okkur, börnum okkar og barnabörnum okkar? Eða viljum við ýta á stopp einfaldlega svo allir eru jafnir? Hvernig værum við ef öll væru eins? Einn fyrir alla og allir fyrir einn þýðir fyrir mér samvinnu með samkeppni.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: