MÉR BLÆÐIR | Túrverk

Ritstjórn

Sunneva Elfarsdóttir skrifar

Sunneva Elfarsdóttir

Þegar líkami helmings mannkyns skapar falleg og tilviljunarkennd mynstur í hverjum mánuði, í fjölmörgum tónum af rauðum, er fátt annað hægt að gera en að nota mynstrin í eitthvað.

Hugmyndin af Túrverkjunum hafði lengi velkst um í hausnum á mér en það tók þó nokkra stund að finna út hvernig best væri að koma þeim til skila. Á endanum komst ég að þeirri niðurstöðu að nota útsauminn, listgrein sem gjarnan hefur verið kennd við föndur og dægrastyttingu, einfaldlega vegna þess að útsaumur er kenndur við konur. Ég notaði fjölmarga tóna af rauðum, hvítum og bláum og rammaði verkin inní hefðbundna útsaumshringi. Engu að síður er útsaumur mikil list, möguleikarnir sem hægt er að gera með einum þræði, nál og efni eru óendanlegir.

Allar myndirnar eru saumaðar út frá raunverulegum myndum af túrblettum, engin er eins, allar eru þær einstakar, rétt eins og blæðingar hverjar konu eru einstakar.

Verkin voru fyrst sýnd á lista hátíðinni LÚR sumarið 2016, sýningin var í Skóbúðinni á Ísafirði, fallegu gallerý og hönnunar og list verslun. Sýningin hlaut góðar viðtökur og þær umræður sem spruttu upp á viðburðinum voru betri en ég hafði nokkurn tíma vonað. Unglingsstúlkur sem ekkert þekktust ræddu saman um þeirra upplifun á blæðingum og vangaveltum um hvað best væri að nota á þessum tíma mánaðarins, dömubindi, túrtappa, álfabikar eða taubindi. Sumar sögðust oft hafa velt þessum málum fyrir sér en aldrei sagt það upphátt. Eitt verkanni á sýningunni var hvítur blettur og nokkrir karlmenn sem voru á sýningunni veltu því fyrir sér hvað þetta væri nú og hvernig þetta tengdist. Þeim var þá sagt að þetta væri útferð, eitthvað sem ekki allir þeirra voru kunnugir um að tengist tíðahringnum. Annað verk var síðan blár blettur, margir áttuðu sig ekki á honum í fyrstu en hann var nefnilega “ritskoðaður”, líkt og í dömubinda auglýsingum þar sem konur valhoppa um í hvítum flíkum, þar má ekki sýna rauðan lit, nei skærbláum lit er helt í bindið til að sýna gæði þess. Þessu gat fólk hlegið að, sem er einnig mikilvægt þegar verið er að brjóta niður tabú og opna umræðuna. Alltaf fallegt þegar fólk getur átt opnar umræður um jafn sjálfsagðan hlut og blæðingar.

Verkin hanga enn uppi og eru til sölu í Skóbúðinni á Ísafirði og myndirnar sem hér fylgja af verkunum eru í eigu Skóbúðarinnar.

 

“When I saw the art piece “Period Piece” by Sunneva Elfarsdóttir at first, it made me think of the current situation in South Korea. There are some feminists who are protesting against the high taxes on the menstrual pads. A few weeks ago, the government announced what will be included in the basic survival kit for whatever emergency situation that happens, earthquake, tsunami, avalanche and etc. So this emergency kit they have put razor for the guys but they have taken the menstrual pads for the ladies out. Obviously men can survive without their mustache shaved, but women they must have their menstrual pads. The debate on the issue is still going on.” Junhyun Lee

Junhyun Lee

Þar sem verkin hengu uppí í sumar á Ísafirði komu fjölmargir ferðamenn og sögðu hugsanir sínar um verkin. Þessi ungi strákur tengdi verkin við mjög áhugaverðan og pólitískan punkt.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: