MÉR BLÆÐIR | Túrskömmin

Ritstjórn

Ég var tólf ára gömul þegar ég byrjaði fyrst á túr. Ég hafði verið að gista hjá vinkonu

minni og vaknaði um morguninn með vænan blóðblett í náttbuxunum mínum.

Vinkona mín sótti mömmu sína og mér var skutlað heim. Mér leið ekki vel, ég

skammaðist mín. Ég hafði eitthvað lært um blæðingar í skólanum en ég bjóst bara

ekki við þessu strax. Mamma fylgdi mér inn á baðherbergi og sýndi mér dömubindi

og hvernig ætti að nota það. Síðan var ég send í skólann. Mig langaði alls ekkert að

fara þangað, sérstaklega af því að það var íþróttadagur. Ég fékk miða með mér frá

mömmu sem útskýrði aðstæður mínar og af hverju ég kæmist ekki með í sund. Ég

man að ég óttaðist allan tímann að strákarnir myndu spyrja af hverju ég væri ekki

með, að þeir myndu frétta raunverulegu ástæðuna. Ég fór líka mjög oft á salernið því

ég var svo hrædd um að það myndi blæða í gegnum dömubindið.

Þegar ég horfi til baka og rifja þetta upp þá velti ég því fyrir mér af hverju ég

skammaðist mín svona mikið. Skömm og vanlíðan var eitthvað sem ég upplifði svo

sterkt. Blæðingar er partur af kynþroskanum. Þetta er ósköp eðlilegur hlutur.

En þrátt fyrir það þá hefur verið ákveðið tabú að ræða um túr. Til dæmis lærði ég

fljótt að nota ekki orðið túr heldur segja frekar að „Rósa frænka er í heimsókn”.

Tilgangurinn er að fegra það að vera á túr – því túr er jú eitthvað ógeðslegt fyrirbæri.

Skítugt og óheillandi og því ekki við hæfi að segja þetta orð upphátt við aðra.

Í öðrum menningarheimum, til dæmis víðsvegar á Indlandi, þá eru haldnar veislur

þegar stúlka byrjar á túr. Tilgangurinn með þessum veislum er að skapa jákvætt

hugarfar varðandi blæðingar í huga stúlknanna. Því er fagnað að stúlkan sé að verða

kona og með þessari hefð þá auðveldar það stúlkunni að sætta sig á jákvæðan hátt

við þær breytingar sem verða á kynþroskaskeiðinu. Sem gerir það að verkum að hún

verður sjálfsörugg og glöð með sinn kvenleika.

Ég hefði reyndar ekki viljað veislu þrettán ára gömul. Mér hefði þótt það mjög

vandræðalegt. En kannski hefði ég haft annað viðhorf ef það tíðkaðist að halda svona

veislur í okkar samfélagi. Síðan hefði líka verið hægt að fara milliveg. Ég og mamma

hefðum kannski getað átt notalega stund saman þar sem við myndum borða

súkkulaði og ræða þær breytingar á kynþroskanum sem eru í vændum á jákvæðan og

uppbyggilegan hátt. Ég veit allavega að ef ég eignast stelpu einhvern tímann að þá

ætla ég að gera það.

Við eigum nefnilega ekki að skammast okkur fyrir að byrja á túr. Við eigum ekki að

skammast okkar fyrir að vera konur. Við eigum þess í stað að veita okkur meiri

umhyggju og kærleika og reyna skapa jákvætt viðhorf til blæðinga. Það er það besta

sem við getum gert fyrir okkur sjálfar og komandi kynslóðir.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: