MÉR BLÆÐIR | Túr og kvenleiki

Henrý Steinn 19 ára transmaður skrifar

Margir tengja blæðingar við konur og kvenleika, sem gerir það að verkum að transmönnum finnst neyðarlegt að tala um túr og að þurfa að ganga í gegn um þetta mánaðarlega. Nú þegar líffræðilegt kyn og kynvitund er orðið að tvennu ótengdu, getum við ekki reynt að opna hug okkar og hætt að tengja legið og eggjastokkana við konur og eistun við karla? Það væri draumurinn fyrir transfólk.

En hvernig geta transmenn gert heimsókn Rósu frænku bærilegri? Ég mæli með álfabikarnum, ekki bara fyrir transmenn, heldur fyrir alla. Álfabikarinn hefur bjargað geðheilsunni minni þegar þetta gengur yfir, þar sem ég þarf sjaldnar að eiga við þetta eða pæla í þessu. Svo ég dásami bikarinn aðeins meira, þá hefur hann sparað mér svakalega mikinn pening og er vistvænni en bindi og túrtappar! Auk þess eru túrtappar ekki hættulausir, þar sem þeir geta valdið slæmum sýkingum og þurrki í leggöngunum, og sílikonsbikarinn ætti því ekki að valda neinu veseni ef hann er notaður rétt. Ég hef notað hann í nokkur ár án vandræða, og gæti ekki verið ánægðari.

Sumir vilja meina að tilhugsunin um að vera með litla skál inni í sér sem safnar túrblóði sé ógeðsleg, en er það eitthvað verra en að vera með bómull inni í sér sem dregur þetta í sig? Túr þarf ekki að vera ógeðslegur, sú hugmynd er gerð af okkur mannfólkinu. Svo ég segi það einu sinni enn: Álfabikarinn er frábær, og ef þú átt ekki einn svoleiðis (já, eða fleiri!), þá mæli ég með því að þú skellir þér út í næsta apótek og fjárfestir í einum slíkum.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: