Fulltrúi SÍF í stjórn LUF

Inger Erla Thomsen

Guðbjört Angela Mánadóttir, fulltrúi SÍF, var kjörin í stjórn Landssambands ungmennafélaga (áður LÆF) á sambandsstjórnarþingi LUF síðastliðinn laugardag. Guðbjört leggur mikla áherslu á að halda áfram góðu samstarfi félaganna og hlakkar til að takast á við komandi verkefni. SÍF er meðal stærstu aðildarfélaga LUF og deila félögin skrifstofu í Hinu húsinu. Síðastliðið haust stóðu þau í sameiningu fyrir lýðræðisherferðinni #Égkýs sem þótti takast vel til. SÍF fagnar því að eiga fulltrúa í stjórn LUF og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: