Fjögur ljóð

Ritstjórn

þýskaland

það væri ljúft

ef við værum saman í leipzig
liggjandi á hveitkornsakri
horfandi á sólsetrið
með töskur undir hausnum
og vatnsflöskur á maganum
litlu puttarnir kræktir saman
hárið þitt að kitla mig í nefið
allt lífið framundan

já það væri frekar ljúft

 

kaflaskil

svo kvöddumst við
ég ætlaði að klára þennan kafla á einu góðu ævintýri

og þegar ég kom til baka
þá varstu farin

ég byrjaði næsta kafla lífs míns.

hálfu ári
endalausum blaðsíðum
einum jólum
einum áramótum
einum degi af einu nýju ári seinna

þá heyrði ég röddina í þér í síðasta skipti
ég náði ekki einu sinni að kveðja

og það kviknaði í bókinni.

það var sumar

fokk hvað ég var skotin í þér maður

sæll

það hefur aldrei nein manneskja

verið jafn skotin í neinum og ég var í þér

ég man eftir því að hafa horft á þig

og hugsað

‘ég vona að ég fái að þekkja þig að eilífu’

 

hvítur marblettur

æji þið vitið þegar þið eruð búin að standa
inni á baðherbergi í kortér
að reyna að taka úr ykkur linsurnar
en svo eruð þið ekki með linsurnar í?
og þið stóðuð bara og potuðuð í augað ykkar til einskis.

mér líður þannig með hann
ég var alltaf að reyna að komast yfir hann
reyna að gleyma
reyna að samþykkja
en það var ekkert til að komast yfir.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: