Sigga Dögg um framhjáhöld

Sólrún Freyja Sen

Það er engin ástæða til þess að halda því fram að annað hvort konur eða karlar haldi meira framhjá, samkvæmt Siggu Dögg kynfræðing. Ég spurði hana samt hvort að það gæti verið að það sé kynbundið hvernig fólk skilgreini framhjáhöld. Líklega er það miklu fremur einstaklingsmunur en kynjamunur, segir Sigga Dögg mér.

Stóra málið í hverju einasta sambandi

Þetta er stóra málið í hverju einasta sambandi, að fólk tali saman og spyrji: hvað telur þú vera framhjáhald?” Um leið og þú spyrð fólk þá koma í ljós allskonar grá svæði. Fólk er ótrúlega fast á hvað því finnst vera framhjáhald og hvað ekki,” segir Sigga. Segjum að þú sért með gagnkynhneigt par, gaur og gellu. Gellan fer í sleik við aðra stelpu. Hún hugsar kannski: Af því ég er gagnkynhneigð og á minn kærasta, þá má ég alveg fara í sleik við aðrar stelpur.” Sumum gaurum þætti þetta vera framhjáhald, á meðan aðrir hugsa: Hún er ekki lesbía eða tvíkynhneigð þannig þetta skiptir ekki máli.” Þetta er eitthvað sem fólk talar oft ekki um.”

Stelpur drusluskammaðar, strákar frjálsari

En nú er spurning af hverju kynin eru ásökuð um að vera svikul í sínu kyneðli”. Sigga Dögg vill meina að þetta séu kannski ekki beint fordómar gagnvart kynjum. Þetta eru leifar af gamalli umræðu, þar sem kynfrelsi kvenna var miklu minna. Karlar voru taldir hafa meiri kynhvöt og þeir þyrftu bara að fá útrás. Þetta er hluti af miklu stærra samhengi. Stelpur eru ennþá drusluskammaðar, þær þurfa að passa hversu mörgum þær eru með og passa hvernig þær hegða sér. Strákarnir hafa oft fengið meira frelsi. Það hefur líka verið skrýtin umræða um hvort það eigi að fyrirgefa framhjáhald, eða hvort það eyðileggur sambandið.”

Sérfræðingar í framhjáhaldsmálum

Sigga Dögg bætir því við að við þurfum kannski að fara miklu dýpra og skoða betur hvað felst í framhjáhaldi. Samkvæmt tölfræðinni þá eru framhjáhöld frekar algeng. Er það að lenda í framhjáhaldi áfall sem skemmir lífið eða er hægt að segja: Ókei, þetta gerðist, hvernig komumst við í gegnum þetta?”

“Þetta er í rauninni það sem færustu og fremstu sérfræðingar heims í framhjáhaldsmálum eru að tala um. Að hjálpa pörum að vinna úr framhjáhaldi ef þau vilja halda áfram að vera saman,” segir Sigga Dögg. Ég spurði hana hvort það séu mismunandi staðlar sem kynin þurfa að uppfylla þegar kemur að framhjáhöldum. Það var alltaf talað um að konur væru sárari yfir tilfinningalegu framhjáhaldi og karlar yfir kynferðislegu framhjáhaldi. Sumir segja að ef það hafi bara verið kynlíf með annarri manneskju eitt skipti, að þau gætu fyrirgefið það. En ef makinn væri að treysta þessari manneskju fyrir vandamálum, eða leita til hennar frekar, þá er það ótrúlega mikið brot. Fólk lýgur samt um allskonar hluti í samböndum, felur fjármál og segir ekki frá allskonar hlutum. En um leið og það snertir aðra manneskju og mögulega kynferðislega, þá verðum við alveg brjáluð. Það finnst mér svo áhugavert. Við vitum að konur eiga oft stærra tengslanet heldur en karlar, og eru duglegri við að leita tilfinningalega til vinkvenna sinna. Sumum karlmönnum er ógnað af því og finnast það vera svik við þeirra samband, að konan fari og ræði þeirra mál við vinkonu sína. Ef að vinkonusambandið er ekki kynferðislegt, þá er það ekkert framhjáhald, en er samt kannski mjög innilegt samband. Það er mjög áhugavert að um leið og það verður eitthvað kynferðislegt, þá er það afdráttarlaust framhjáhald. Þetta er eitthvað sem allir verða bara að ræða í sínu sambandi.”

 

Sigga Dögg, kynfræðingur

Bólfélaginn með sár á hjartanu

Nú eru sumir í opnum samböndum eða fjölsamböndum. Svoleiðis sambönd virðast stundum koma flatt uppá fólk, sem er frekar vant þessu hefðbundna tveggja manna teymi. Þar sem hvorug manneskjan vill með einhvern annan hafa, kynferðislega. Ætli opin sambönd eða fjölsambönd séu of flókin, ósiðsamleg og undarleg, eins og sumir vilja meina? Sigga segir að þeir sem eru í opnum samböndum eða fjölsamböndum þurfa bara að vera duglegri að tala saman. Þau eru kannski með opnari og betri samskipti en mörg önnur pör sem halda bara að það þurfi ekki að ræða þetta. Hugsa bara: Já við erum bara með hvort öðru og það þarf ekkert að ræða það meira.”, ég held að krakkar á menntaskólaaldri þurfa að þora að spyrja þessara erfiðu spurninga. Ég held að útaf óöryggi, og vegna þess að samböndin eru ekki eins föst í skorðum, að þá vilji fólk ekkert rugga bátnum með því að spyrja erfiðra spurninga. Eða þá fara eitthvað út í þessar skilgreiningar; mér finnst þetta ekki í lagi”, eða ég er ekki til í þetta” og svo framvegis. Maður sér til dæmis þegar það eru bólfélaga sambönd, annar er orðin hrifinn og hinn ekki, en segir samt ekki Heyrðu ég vil að þú sést bara með mér.” Fólk á menntaskólaaldri hefur kannski ekki alveg sjálfstraustið í það.”

Það hafa flestir heyrt söguna um hryggbrotna bólfélagann. Í kjölfarið segir fólk svo: Það er ekki hægt að vera bara að sofa hjá einhverjum, það á alltaf einhver eftir að verða hrifinn og þá gengur ekkert.” Til eru margar svona tilbúnar reglur um hvernig sambönd eiga að vera. Kannski vegna þess að fólk ræðir bara við vini sína um sambönd, og þannig myndast einhverjar hugmyndir sem eiga sér ekki eins skýra mynd í raunveruleikanum? Já algjörlega. Sérstaklega á ykkar aldri. Þetta er eitt af því sem maður vonar að þroskist af fólki. Hversu oft hefur maður ekki setið á kaffihúsi, og heyrt annaðhvort stráka eða stelpur segja Hvað meinar hann með þessu?”, Af hverju heldu þú að hann hafi gert þetta?”, Afhverju sendir hann þessi skilaboð?”, Hvað þýðir þetta?”og svo framvegis. Í staðinn fyrir að spyrja hann sjálfan. Spyrja bara: Ég veit ekkert hvað þú ert að meina?”, Erum við saman eða ekki saman?”, Hvað erum við að gera og hvað erum við að fara að gera?” Það er eitthvað sem þarf að gerast.”

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: