SÍF fagnar tillögu um sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum

Inger Erla Thomsen

SÍF fagnar mikið þessari tillögu þriggja þingmanna sem nú er lögð fram í annað sinn, „Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að sjá til þess að frá og með skólaárinu 2017–2018 verði öllum nemendum í framhaldsskólum landsins tryggt aðgengi að sálfræðiþjónustu innan veggja skólanna þeim að kostnaðarlausu.„
Telur SÍF þjónustuna gríðarlega mikilvæga fyrir nemendur og brýnt sé að tillagan verði samþykkt því eins og segir í greinargerð„ Í Hvítbók mennta- og menningarmálaráðherra um úrbætur í menntun kemur fram að aðeins 44% íslenskra framhaldsskólanema ljúka námi á tilsettum tíma. Ungt fólk hverfur frá námi og mun langtímaáhrifa þess gæta víða í samfélaginu og eru þau þegar farin að sjást. Þetta má að hluta rekja til slæmrar geðheilsu ungmenna hér á landi en sjálfsvíg eru til að mynda helsta dánarorsök ungra karlmanna á Íslandi.“
SÍF leggur jafnframt áherslu á að mikilvægt sé að allir nemendur muni hafa jafnan aðgang að sálfræðingi óháð stærð skóla og staðsetningu.
http://www.althingi.is/altext/146/s/0003.html

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: