Sannleikurinn afhjúpaður – hvort eru stelpur eða strákar svikulli?

Sólrún Freyja Sen

Strákar eru allir fuccbois inn við beinið, þeir ráða bara ekkert við sig, það er þeim eðlislægt að halda framhjá, brjóta hjörtu, særa og drepa sambönd.”

 

Stelpur eru svikular hórur, þær opna bara klofið fyrir hverjum sem veitir þeim athygli.”

 

Sorrí, þetta er ekki upphafið á ljóði. Ég er bara að að draga saman bitrar umræður um hitt kynið, umræður sem koma upp reglulega. Ókei. Þú hættir með kærastanum vegna þess að þú komst að því að hann er alltaf að matcha stelpur á Tinder og reyna að ríða þeim. Eða kærastan fer á leyni hitting með fyrrverandi. Svona er þetta stundum. Hvað gerirðu? Jú, fordæmir hitt kynið að eilífu og sverð að láta aldrei plata þig aftur af þessum ógeðslegu skrímslum sem þykjast vilja ást, en vilja aðeins sjá þig engjast um í hjartasárum. Gengur í klaustur eða gerist kaþólskur prestur. Vinkonurnar og vinirnir virðast vera með heilu bækurnar fullar af kenningum og formúlum um hvernig sambönd eigi að vera og hvernig hitt kynið er. Samkvæmt þessum bókum þá er kærastan alltaf alveg að fara að ríða þessum strákavini sínum, og öfugt. Stelpur eru hórur og strákar eru fuccbois. Engum er treystandi og við ættum helst bara að skylda alla stráka til að brunda í sæðisbanka og gelda þá. Hætta þessu veseni bara.

Nei ókei. Ég og vinur minn vorum sem sagt að tala um framhjáhöld um daginn. Samtalið fór út í pælingar um hvort að strákar haldi meira framhjá heldur en stelpur eða öfugt. Við komust að þeirri niðurstöðu að stelpur og strákar haldi örugglega framhjá til jafns. En maður getur ekki verið 100% viss um neitt nema maður geri vísindalega könnun! Ég fór í málið og bjó til könnun til að athuga hvort að munur væri á hversu oft stelpur eða strákar haldi framhjá.

Alls voru 371 manns sem tóku þátt í könnuninni, af þeim voru 250 stelpur og 118 strákar, og 3 sem skilgreina sig á annan hátt. Þáttakendur eru allir á menntaskóla aldri. Könnuninni var deilt á árgangshópa nokkurra framhaldsskóla og gátu þeir sem vildu tekið þátt.

Það voru því mun fleiri stelpur sem tóku þátt en strákar, en engar áhyggjur! Ég útskrifaðist úr tölfræði í fyrra og er þaulæfð í öllum svona hlutfallsreikningum. Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar! Yfirgnæfandi meirihluti stelpna og stráka sem tóku þátt í könnuninni höfðu verið í sambandi áður. Einnig var yfirgnæfandi meirihluti þátttakenda gagnkynhneigð. Það voru 21% stelpna sem sögðust hafa haldið framhjá, og 19,5% stráka sögðust hafa gert svo. Semsagt ekki mikill munur þarna. Hinsvegar sögðust 45% stelpnanna að haldið hafi verið framhjá þeim, en aðeins 21% stráka sögðu að haldið hafi verið framhjá þeim. Það er verulegur munur. Skrýtið er það ekki? Svo var spurt í síðasta hluta könnuninnar hvort að svarendur höfðu sofið hjá aðila sem var að halda framhjá sinni kærustu eða kærasta. Af þeim sem höfðu gert það, sögðust 41 % hafa gert svo með strák sem var í sambandi en aðeins 17 % sem sögðust hafa sofið hjá stelpu sem var í sambandi með öðrum.

Það vakna ýmsar spurningar við það að horfa á þessar niðurstöður. Til dæmis hvort að það sé munur á því hvernig stelpur og strákar skilgreina framhjáhald? Hvort að ranghugmyndir um hvernig sambönd eigi að vera leiði til þess að við treystum hinu kyninu minna? Eru stelpur frekar til í að tala um framhjáhald og viðurkenna að þær hafi verð sviknar? Þær voru tilbúnari til að taka þátt í könnuninni og einnig er hærra hlutfall stelpna sem sagði að haldið hafi verið framhjá þeim.
(Við hjá Framhaldsskólablaðinu gerum okkur grein fyrir yfirgnæfandi kynjatvíhyggjunni í þessari grein og að það séu fleiri kyn en karlkyn og kvenkyn. Í ljósi umfjöllunarefnis greinarinnar og rannsóknarinnar inniheldur greinin ekki marga hópa, því miður. Því fjallar hún um viðhorf til þessara tveggja kynja. Við hvetjum áhugasama lesendur til þess að framkvæma umfangsmeiri rannsókn sem inniheldur öll kyn!)

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: