MORFÍs | Númer 1, 2 og 3 er að hafa gaman

Sólrún Freyja Sen

Bára Lind Þórarinsdóttir og ég hittumst á Stofunni, kósí kaffihúsi neðst á Vesturgötunni. Bára keppti fyrir hönd Verzló í 3 ár, var í sigurliðinu árið 2015 og varð Ræðumaður Íslands árið á eftir.

Það er vitað mál að Verzlingar keyra MORFÍs keppnir á gríni og flottri sýningu. Hvernig finnst þér viðtökurnar við öllu gríninu vera?

Það er alltaf ógeðslega gaman að setja upp smá sýningu. Fá áhorfendur með manni í lið. En auðvitað er ekki hægt að keyra keppnina á gríni, maður þarf að bomba nokkrum rökum líka inn. En það er rosa misjafnt bara eftir dómurum hvort að þeir vilji svona grín eða vilji bara pjúra keppni. En yfirleitt taka áhorfendurnir bara mjög vel í grínið. Að grínast er oftast hlutverk meðmælandans, en það er gaman þegar að hinir bomba nokkrum sprengjum.

Hafa gaman af þessu. Það er númer 1, 2 og 3. Maður á að reyna að gera eitthvað nýtt. Semja lag og eitthvað. Meiningin með gríninu er náttúrulega sú að fá áhorfendur til þess að skilja mann betur. Það er gaman að leika sér. Þegar það á við.”

 

Bára Lind Þórarinsdóttir

Fólk kvartar yfir því að MORFÍs keppnir séu of grínlausar einmitt. En svo verða allir brjálaðir þegar að Verzló ræðumaður gerir eitthvað stunt eða grínast eitthvað. Heldur þú að Verzlingar fái frekar á sig neikvæða gagnrýni heldur en MORFÍs lið annara skóla?

Ég held að fólk sé meira gagnrýnið á Verzló. Er fólk ekki líka bara tapsárt? Hvort sem að Verzló vann eða einhver annar skóli. Ef þú ert í tapliðinu þá ertu líklegri til þess að fara og setja út á allt, sem þú hefðir annars ekkert sett út á. Fólk er bara að fá útrás á Twitter.

Svo skiptist þetta líka í hópa. Fólk sem vill halda í gamla góða MORFÍs, vill hafa þetta þurrt. Svo er annað fólk sem er komið með ógeð af þessu og vill prófa eitthvað nýtt. Fer líka eftir því hvort þú hafir verið að vinna keppnir eða ekki, upp á það að vera að setja eitthvað út á keppnina. En ég myndi segja að fólk taki oftast vel í það ef maður er svolítið jolly og skemmtilegur.”

Ég spurði Báru hvort að það væru öðruvísi væntingar til hennar sem kvenkyns ræðumanns heldur en til strákanna. Hún var meðmælandi á fyrsta ári sínu í MORFÍs, og sagði mér að hún hafi aðallega fundið fyrir því þá.

Maður er alveg búin að heyra þetta: kvenmenn eru ekkert fyndnir”. Þetta var fyrsta árið mitt og ég var sett í mjög erfiða stöðu að mér fannst „…Hvað ef fólk mun ekki hlægja? Guð minn góður…” en ég veit það ekki. Eina skiptið sem ég fann einhverja pressu á mér var þegar að ég var meðmælandi. Ég var svo hrædd um að ég væri ekki nógu fyndin. En annars held ég að fólk sé alveg búið að sjá það að við kvenfólkið getum alveg flutt mjög góðar ræður og verið fyndnar líka. Það var alveg mörgum sinnum hlegið að mér. Ég er mjög stolt.”

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: