Bad boys

Ég fór í bílalúgu Bad Boys burgers & grill um daginn. Þjónustan var hröð og starfsfólkið mjög almennilegt. Ég klessti bílnum reyndar óvart í kant á húsinu þarna, en það skemmdi ekki matarlystina. Enda ógeðslega góður hamborgari. Hann innihélt pulled pork”, BBQ sósu í bland við bernaise sósu, svo var eitthvað grænmeti á honum líka. Samkvæmt afgreiðslumanninum þá er einn svona borgari alveg nægur kvöldmatur, og það var alveg rétt. Mjög seðjandi.

Takk fyrir mig.

 

 

Nonnabiti

Ég og Þórdís Dröfn fórum á Nonnabita núna um daginn. Þetta er ódýr staður og tiltölulega snyrtilegur. Það voru reyndar svona þrjátíu tómar gosdósir á einu borðinu, en ég hald að þær hafi verið eitthvað svona skraut. Ég fékk mér Nonnasamloku, og svo mozarella stangir með Nonnasósu. Það var líka Nonnasósa á samlokuni, og hún var eiginlega alveg eins og bragðlaus pítusósa. Nonnabita til varnar, þá var ég með kvef þegar ég fór þangað og bragðlaukarnir kannski slappir. Annars var Nonnasamlokan bara góð, kannski aðeins of mikið af káli, en nóg af osti til að bæta fyrir það. Þórdís fékk sér beikonsamloku, og sagði að beikonið var of saltað. Þá spyr maður sig, á að salta beikon? Við nánari athugun var beikonið djúpsteikt.

Takk fyrir mig.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: