Vintage

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Katrín Rut Magnúsdóttir skrifar

Tískan fer í hringi, það er bókað mál. Það sem fer í tísku dettur úr tísku og kemur síðan seinna aftur inn. Hringrás tískunnar. Að skoða gamlar ljósmyndir af foreldrum sínum getur oft verið hálf hlægilegt því þau eru í nákvæmlega sama dressinu og krakkarnir í dag.

Það eru endalausir kostir við að selja og kaupa notuð föt. Að endurnýja föt er frábært, skemmtilegt en einnig umhverfisvænt! Vintage föt gefa mikinn karakter og það er nánast ómögulegt að finna aðra manneskju sem á eins flík. Þessar flíkur eru einstakar og það er ótrúlega skemmtilegt.

Að versla sér ný föt hér á Íslandi er ekkert grín fyrir fátæka námsmenn. Það er ómögulegt að gallabuxur kosti hálfan handleginn og brjóstahaldari hinn helminginn. Það geta nefnilega leynst hinir mestu gullmolar á fatamörkuðum á góðu verði. Það er líka ótrúlega mikil skemmtun að fá að gramsa aðeins í fötunum sem eru á mörkuðunum. Flíkur frá öllum áratugum seinustu aldar liggja þar í felum og bíða eftir nýjum eigendum!

Höfundur mælir með: Gyllti kötturinn, Fatamarkaðurinn við Hlemm og Kolaportið.

Hjálpræðisherinn á Akureyrir

Sölvi Halldórsson skrifar


Hjálpræðisherinn rekur mjög góðan nytjamarkað á Akureyri. Þar má finna glæsilegt úrval af fötum, skóm, bókum, geisladiskum, húsgögnum og allskyns innanstokksmunum fyrir heimilið. Markaðurinn er til húsa í Hrísalundi 1b, beint á móti hinum fatamarkaðnum á Akureyri, Rauðakrossbúðinni, sem er mjög þægilegt fyrir þá sem vilja kíkja á báða staðina í sömu ferð.
Ég mæli sérstaklega með húsbúnaðardeildinni sem er smekklega raðað upp eftir lit. Síðan er yfirleitt iðulega hægt að næla sér í eitthvað eigulegt fatakyns og hægt að treysta á ágætt úrval af hálstaui, leðurjökkum, skemmtilegum málverkum og eftirprentunum á spottprís.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: