Ungmennaráð UNICEF

Ritstjórn

Eik Arnþórsdóttir skrifar

Á síðasta skólaári gaf ungmennaráð UNICEF út stuttmyndina Heilabrot og vakti hún gríðarlega mikla athygli. Stuttmyndin fjallar um hversu brýnt það er að börn og unglingar með geðraskanir fái betri þjónustu í heilbrigðiskerfinu og að því sé sinnt af sömu alvöru og líkamlegum meiðslum.
Harpa Eir Þorleifsdóttir, meðlimur ungmennaráðsins, svaraði nokkrum spurningum varðandi Heilabrot, ungmennaráðið sjálft og hvað er framundan hjá þeim.

Hvað gerir ungmennaráð UNICEF?
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, er leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn í heiminum. Við í ungmennaráði UNICEF vinnum náið með þeim og berjumst fyrir réttindum allra barna. Ungmennaráðið fæst við margvísleg verkefni tengd börnum og unglingum. Til dæmis vorum við með Heilabrot (verkefni þar sem vakin var athygli á geðheilbrigði barna og unglinga), skiptimarkað, dósasöfnun fyrir sýrlensk flóttabörn og einnig sóttum við fund með ráðherra þar sem við vöktum athygli á þörfum barna.

Hvers vegna fannst ykkur mikilvægt að gera Heilabrot?
Við vildum varpa ljósi á úrræðaleysi í geðheilbrigðismálum barna og unglinga og vinna gegn þeim fordómum sem ungmenni með geðraskanir upplifa.

Hvert getur maður leitað til að fá andlega hjálp?
Til heimilislæknis, sérfræðings eða til geðlæknis.

Hverjar eru stefnuhugmyndir ungmennaráðsins fyrir komandi ár?
Það eru mörg verkefni á döfinni, meðal annars verkefni þar sem við ætlum að vekja athygli á flóttabörnum.

Hvernig getur maður tekið þátt í starfi ungmennaráðsins?
Áhugasamir geta sótt um inngöngu í ungmennaráðið með því að senda skriflega umsókn á netfangið hjordis@unicef.is. Formaður ungmennaráðsins ber umsóknina undir ungmennaráð.

Hver eru markmið ungmennaráðsins?
Að halda utan um velferð barna og passa upp á að barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé fylgt.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: