Þrjú ljóð á mánudegi

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Mánudagur/ Jákvætt

Djass,

Mánudjass.

Spilaðu mig inn í nýja viku,

nýja hluti

nýja reynslu.

Leyfðu hljómunum hljóma

út vikuna

fyrir sálina.

Meiri djass.

Mánudjass.

Sigríður Alma Axelsdóttir

 

Þú sást heiminn

í svörtu

og hvítu

en ég var grá,

svo þú sást mig ekki.

Þórhildur Hlín Oddgeirsdóttir

 

Ungmenni

Ung og vitlaus ungmenni,
undra sig mjög á ýmsu.
Augun upp á gátt glenni,
glata heilsu við að sjá bólu.

Ekkert þarf að vera að,
aðeins til að fá ekka.
Gerist augað grátbólgnað,
útgrátin með andlitsflekka.

Í fyrsta sinn að finna,
fyrir sannri ást.
Verulega mikil vinna,
við það er að fást.
Eva Kolbrún Kolbeins

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: