Ritstjórn mælir með: Snapparar

Ritstjórn

bh-beautyblogg  : Birgitta Hafþórs er fyndnasti beautysnappari sem ég er með á snapchat, bæði hressandi og fræðandi förðunarráð í boði. Birgitta er skemmtilega auðmjúk gagnvart tilverunni.

Iceredneck : Garðar Gæi Viðarson er án efa flottasti trukkabílstjóri Íslands. Hann sýnir fólki reglulega hæfileika hans og er alltaf með einhver flott 80’s lög í gangi. Litla dæmið maður.

Veganuar: Veganúar snappið samanstendur af fjölbreyttum og einföldum uppskriftum af ljúffengum vegan mat og vegan fróðleik. Nauðsynlegur stuðningur fyrir þau sem ætla að vera vegan í janúar!

hrefnalif: Snappið hennar Hrefnu er fyrir þá sem vilja hlæja og krútta yfir sig. Hrefna býr á Spáni með barnsföðurnum, þau voru að eignast barn og Hrefna er á fullu í dýralækna námi á sama tíma. Frábær skemmtun að fylgjast með.

Rannveig.0la: Grjóthörð förðunarmyndbönd, þarf ég að segja meira? Ef þú hefur áhuga á förðun þá er rannveig.0la ómissandi á snappinu þínu.

Solrundiego: Ég lenti í því að nestið mitt lak yfir allt í skólatöskunni minni, ef ekki hefði verið fyrir Sólrúnu væri taskan mín líklegast ónýt. Þessi lífsreynsla kenndi mér svo sannarlega að meta Sólrúnu og ráðin hennar.

Andreabyandrea: Fyrir alla sem hafa áhuga á hönnun. Hönnunarbúðin Andrea í Hafnarfirði póstar reglulega snöppum af því sem fer fram bakvið tjöldin.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: