Rímnahnoð um kaffi

Ritstjórn

Kaffi í mér kyndir bál
kveður burtu vanda.
Léttir hressir lund og sál
ljómar hug og anda.

Morgnar eru martröð ein,
minnið stirt og hugur.
Lífið sýnist líksins mein,
leynist anda dugur.

Við fyrsta bolla breytist margt,
brautin lífsins réttist.
Losnar kúpling, kemst á fart,
keyrsla hugar léttist.

Annar bolli ýtir mér
upp á andans hæðir.
Gáfur finnast gjarnan hér,
gleði hugans flæðir.

Fljótt ég næsta fylli mál
ef fyrnast ætlar rúsin.
Styður hug og stillir sál
stórgóð kaffilúsin.

Svona baunin bjargar mér,
burtu fælir vandann.
Lífsbjörg margra landa er,
lýsir nótt og andann.

 

Baldvin Flóki Bjarnason

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: