Pro tips til að meika það í menntaskóla

Ása Valdimarsdóttir skrifar

Nú er komið haust og nýnemarnir farnir að streyma inní menntakólana. Fullar, hljóðlausar stofur af stussy, thrasher og adidas og allir að kafna úr rakspíralykt. Ótrúlega vandræðaleg en spennt stemning þar sem þessir krakkar vita að þau eru að upplifa fyrstu dagana á bestu árum lífs þeirra. En þó svo að það sem viðurkennt að hlæja að litlu busakrúttunum þar sem þau ráfa týnd um ganga skóla sinna, vita ekkert hvert þau eiga að fara en þora ekki að spyrja um hjálp, þá hef ég ákveðið að vera ljós þeirra í myrkrinu.
Kæru busar; Ég, Ása Valdimarsdóttir, mun kenna ykkur á lífið í menntaskóla, do’s and don’ts og allt heila klabbið. So listen up, cuz the road to greatness is long but i got u covered.

SNAPCHAT

Snapchat er mikilvægur partur af því að lifa busaárið sitt af. Fyrsta skref er að adda eins mörgum eldri bekkingum á snap og þú getur, senda svo mikið af snöppum á þau, þar sem þú lýsir því fram hvað þú elskar skólann þinn mikið. Persónulega mæli ég með að eftir að þú byrjar í menntaskóla ættir þú aldrei senda snöpp nema þú sért búinn að fara vandlega yfir það og passa að það sé fyndið! Það vill nefnilega enginn vera með leiðinlegt fólk á snap!

TWITTER

Annar ótrúlega mikilvægur þáttur í því að vera nettur busi. Leyndarmálið er að vera ótrúlega #relatable. Helst bara tweeta um skólann þinn, vini þína og böllin. Alltaf skaltu sjá til þess að henda inn einu góðu hashtaggi; t.d #hallóþúfærðekkibæði, #hættumeðhonum, #hættumeðhenni og svo persónulegt uppáhald #sunnudagssjálfa. Mikilvægast er þó að vera aldrei með róttækar skoðanir og segja hvað manni finnst í raun og veru því þá gætirðu lent í beef-i, sem er ekki gott á meðan þú ert að vinna í ímyndinni í menntaskóla.

TREND

Síðast en ekki síst er ótrúlega mikilvægt að fylgja öllum tískustraumum skólans þíns. Það er full vinna en það er algjörlega þess virði. Hlustaðu bara á réttu tónlistina (hvort sem þú fílar hana eða ekki), kauptu ný föt í hverri viku til að fylgja tískustraumum (hver þarf pening í eitthvað annað en föt), hafðu áhuga á réttu hlutunum (mæli með að vera MUA, söngvari eða skater) og gerðu bókstaflega bara allt það sama og allir. Þessu fylgir líka það að þú verður að vera sammála öllu sem allir segja og gera það sama og allir (hvort sem þú vilt það eða ekki).
Ef þið, elsku busar, fylgið öllum þessum reglum ættuð þið að fljúga í gegnum menntaskólaárin og öllum mun líka vel við ykkur. Munið bara að ykkar eigin skoðun á sjálfum ykkur skiptir engu máli svo lengi sem öllum finnst þið vera nett.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: