Ónefnt ljóð

Ritstjórn

Ég bað þig um að kenna mér að fljúga

Því þú hafðir séð löndin handan við hafið

og sjálfur allan tíma heimsins tafið.

En þú kunnir aðeins aðra að kúga

og svo kenndir þú að svíkja og ljúga.

Sanna meiningu og einlægni grafið

og sögur svo vandlega saman vafið

í gegnum hjörtu allra manna smjúga.

Þegar ég leyfði þér hár mitt að strjúka:

Hvernig hugur mitt augnablikið fangar

Þú ert það slæma, einu feilsporin mín.

Ég sleppti þér loks og frjáls mun ég fjúka:

Hugsa um alla staði sem mig langar

að heimsækja, heimsækja án þín.

 

-Ónefndur höfundur.

 

Mynd: Þórdís Dröfn Andrésdóttir

Comments
  • inga
    inga
    Reply

    Fallegt ljóð!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: