Ónefnd ljóð eftir Karitas Bjarkadóttur

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

þú baðaðir þig í sólarrigunum frá gluggatjöldunum,
og ég var ekki viss hvort hún væri að koma eða fara.
sólin, það er að segja.

ég var í bleika silkináttkjólnum,
þú veist,
þessum sem ég hengi alltaf upp þegar það koma gestir
til að gefa herberginu,
og mér,
smá karakter.

en ég var allavega að skoða þig,
telja freknurnar á nefinu þínu,
sem virðast safnast upp með hverju sumrinu sem við eigum saman.
og ég vissi þá, að svona vildi ég alltaf vera,
liggjandi í hvítu rúmi og bleika silkináttkjólnum,
með sólina í bakinu
og þig á maganum.

Karitas Bjarkadóttir

 

ég hef oft sagt að kuldinn fari mér best.
þá er ég föl í takt við tímann,
og leið í takt við birtuna,
og það er allt saman gott og blessað.

því ég hef svo ótrúlega oft brennt mig.
og þess vegna eru kalsár kærkomin.
því kuldinn brennir ekki,
og það er allt saman gott og blessað.

og kuldinn er svo grimmilega góður.
því hann hrifsar af þér andann,
og murrkar úr þér lífið,
og það er allt saman gott og blessað.

svo ef ég verð einhvern tímann úti,
í skjóli kalfrosts og blindhríða,
þá er það allt saman gott og blessað
og kærkomið sem kalsárin.

Karitas Bjarkadóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: