Nýárskapphlaupið

Viktoría Sól Birgisdóttir skrifar

Eftir 365 daga kemur nýr dagur, nýtt ár. Nýju ári er tekið með fagnaðarlátum og algengt er að strengd eru heit fyrir því sem betur mætti fara frá liðnu ári. Heitin eru jafn misjöfn og við erum mörg en betri árangur í líkamsrækt eða betra líkamsform á það til að stela senuni. Eftir jólasteikina og smákökubaksturinn vill fólk að kílóin fjúki og ætlar sér nú að komast í sitt besta form. Ræktarkort eru á tilboðum og líkamsræktir troðfyllast. Góð heilsa getur vissulega skipt miklu máli og gott er að vera í góðu formi. En hvað er átt við með því að vera í góðu formi? Margir þættir segja til um gott líkamlegt form, sem dæmi má nefna aldur.

Góð heilsa gleymist þó oft í umræðunni og hið fullkomna líkamlega form er orðinn rammi sem hver og einn á að passa í. Strax í byrjun árs fyllast bæklingar af megrunarkúrum og hóptíma tilboðum. Þrýstingurinn frá samfélaginu er orðinn gífurlegur og janúarmánuður getur tekið mikið á andlega heilsu. Hver nær góðum árangri í líkamsrækt eða gengur almennt vel í námi þegar andleg heilsa er á hliðinni? Það er margfalt sannað að andleg og líkamleg heilsa haldast í hendur og til að ná markmiðum er oft byrjunin sú að bæta vellíðan. Við eigum öll rétt á því að líða vel og að líða vel í eiginn skinni. Það viljum við fyrir okkur og þau sem eru í kringum okkur. Hvernig væri ef við tækjum okkur öll saman á nýju ári og hrósum náunganum, það er gott nýársheiti og getur gert daginn fyrir marga. Setjum andlega vellíðan í fyrsta sæti árið 2017 og hættum að keppast við það að komast í ramman og fögnum fjölbreytileikanum.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: