Ástrún Helga Jónsdóttir skrifar

Listahátíð unga fólksins, sem flestir þekkja undir nafninu LungA, fór fram í hinum undurfagra Seyðisfirði í 16.skipti um miðjan júlímánuð sumarsins sem er nú sorglega en satt að líða undir lok. Ef til vill hafa nokkrir ekki heyrt áður um hinn umrædda viðburð svo ef til vill er þörf á örlítilli útskýringu.

Listahátíðin snýst um að færa saman unga frjálshuga frá öllum heimshornum og gefa þeim færi á að skrá sig í listasmiðjur en þær eru nokkrar og allar mjög litríkar! Allt frá ,,Hvað er svona fyndið?” að ,,Listin að skrifa bréf” – LungA býður uppá allt.

Á hverjum degi er svo off-venue dagskrá sem aldrei er af verri kantinum. Sem dæmi um viðburði sem þar hafa verið má nefna uppistand með Hugleiki Dagssyni, heldur skrautlegt karíókí með undirleik meðlima Retro Stefsson og danssýningu frá hinum margverðlaunaða danshóp: Predator.

Vinnusmiðjurnar standa yfir í viku og svo er hátíðin trompuð á stórtónleikum innan um gamlar fiskvinnslur fyrir utan bæinn með sjóinn á aðra hönd og fjallshlíðina á hinni. Tónleikarnir eru mikilfenglegir en fram hafa komið listamenn á borð við GKR, Sturla Atlas, Sykur, Reykjavíkurdætur og dj. flugvél og geimskip.

LungA er eitt besta tækifæri sem býðst til að kynnast gefandi og glöðu fólki frá öllum heimshornum og ég hvet alla sem sækjast í almennilega gleði og upplifun að kíkja austur á Seyðisfjörð næsta sumar og taka þátt.
Myndir: Alexandra Diljá Birkisdóttir og Ástrún Helga Jónsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: