#ljóðafimmtudagar

Ritstjórn

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar

Ljóðskáld af litla eylandinu okkar og víðar koma saman undir myllumerkinu #ljóðafimmtudagar og deila sínum innstu hugarórum, pælingum, þjóðlegum ádeilum og fleira í formi ljóða.

Merkið lifir og dafnar á samfélagsmiðlinum twitter.com þó að það hafi einnig sést til þess á facebook.com og á smámyndaforritinu instagram. Merkið fæddist í vor og naut mikilla vinsælda. Síðan þá hefur ljóðastraumurinn verið stöðugur og ekki lítur út fyrir því að hann muni þorna upp alveg strax.

#ljóðafimmtudagar voru hugargjörningur Hinriks Kannerworfs (@frumefni), nema við Menntaskólann við Hamrahlíð og Bolla Magnússonar (@ill_ob), málvísindanema við Háskóla Íslands (þá nemi við Menntaskólann í Reykjavík). Þeir eru báðir úr Kópavoginum, voru saman í grunnskóla í 10 ár og eru miklir vinir.

Hinrik og Bolli dunduðu sér báðir við ljóðaskrif í nokkurn tíma áður en þeir ákváðu að stefna til þessarar samsteypu á undurmiðlinum twitter.com og var það #sunnudagssjálfan, myllumerki þar sem fólk póstaði sjálfsmyndum af sér á sunnudögum, sem var að mörgu leyti kveikjan að #ljóðafimmtudagar.

Bolli er sá sem átti hugmyndina og var fyrstur til að nota merkið, eftir að hugmyndin kviknaði á spjalli á facebook.com. Hinrik fylgdi fast á eftir og setti inn eigið ljóð aðeins nokkrum mínútum seinna.

Pælingin á bakvið merkið var ekkert meira en eintómt stundarbrjálæði, þetta átti ekki að vera nein sérstök vitundarvakning um ljóðaskrif og strákarnir ætluðu sér heldur ekki að upphefja sjálfan sig með neinu móti, enda hógværir menn með góð gildi. Þeir eru sjálfir hættir að setja inn ljóð undir myllumerkinu, og finnst þeir ekki þurfa þess lengur, #ljóðafimmtudagar lifa fullkomlega sjálfstæðu lífi án stuðnings forsprakkanna. Þeim þykir samt báðum óskaplega vænt um það ennþá, hvað fólk leyfir sér að vera einlægt undir merkinu. Twitter.com er miðill sem er þekktur fyrir grínerí og spaug, og ekki oft sem persónuleg mál og sorgir notenda fá að skína í gegn.

Ljóðin, sem birt eru undir merkinu, eru langflest skrifuð með afar frjálslegu sniði. Bragarhættir og stílar eru sjaldséðir og rím ekki í forgangi. Þetta snýst um að koma hlutum frá sér, fá útrás og samkennd frá félögunum, ekki hvað ljóðið er fallega sett upp og smekklega skrifað.      Kynslóðabilið hefur algerlega máð út reglur skrifaðs texta, eins og Hinrik kemur að orði. Fólk þarf ekki lengur að vera menntaðir íslenskufræðingar til að geta skrifað ljóð og texta. Allir mega vera skáld sem vilja, og af #ljóðafimmtudagar að dæma, þá er framboðið ekki lítið.

 

Ljóðskáld til að kíkja á

@Futuregrapher

@SYSIPHUS

@SolveigMaria85

@MariaHjardar

@kridola

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: