Listmundur – Getur listin breytt heiminum?

Ritstjórn
Steve Lorenz

Unnsteinn Manuel Stefánsson tók þátt í Listmundi

Alexander Robert og Ásgerður G. Gunnarsdóttir, listrænir stjórnendur Listmundar

Listmundur var haldinn í fyrsta skipti á vegum Reykjavík Dance Festival í samstarfi við Hörpu. Sem partur af nóvember útgáfu Reykjavík Dance Festival bauð hátíðin ungmennum Reykjavíkur til listaþjóðfundar þar sem rætt var um möguleika listarinnar til breytinga, á okkur sjálfum, hvoru öðru og samfélaginu í kringum okkur. Auk þess tóku þátt fremstu aktívistar og listamenn þjóðarinnar á sviði tónlistar, myndlistar og sviðslista, þau Elín Hansdóttir, Andri Snær Magnason, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Una Torfadóttir.

Steve Lorenz

Andri Snær tók til máls

Listamennirnir fluttu fyrirlestra, umræður fóru fram um efni listamannanna, og uppkast að Manifestói listarinnar var skrifað.

Markmiðið með Listmundi er að skapa rými fyrir ungt fólk til að fá innblástur, hugsa og tjá sig um listina sem hreyfiafl til breytinga, rými til að láta rödd sína heyrast og mynda drauma um framtíðina.

Steve Lorenz

Elín Hansdóttir á Listmundi

Listmundur var fyrsta tilraun RDF til að skapa vettvang fyrir ungt fólk og hugmyndir þeirra um list og möguleika hennar. Markmið viðburðarins er bæði að safna og miðla hugmyndum ungs fólks sem og að styðja þátttöku þeirra í samfélagsumræðunni almennt. Fundurinn tókst með eindæmum vel og mun hann vera haldinn á ný að ári.

Manifestó listarinnar

List getur fegrað heiminn
List getur breytt samfélögum
List getur vakið tilfinningar og hugsanir
List getur tengt fólk saman
List getur opnað dyr
List er tilfinningar ekki upplýsingar
List er þróun
List er vinna
List er spegill
List er lífstíll
List breytir alltaf einhverju
List getur

Steve Lorenz
Steve Lorenz

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: