Kynlífsráð fyrir alla!

Ritstjórn

Grundvallaratriðin

 • Atriði númer eitt, tvö og þrjú er að sjálfsögðu samþykki. Báðir aðilar/allir hlutaðeigandi verða að vera 100% samþykkir; allt annað er ofbeldi. Samþykki er nauðsynlegur partur af öllu kynlífi.
 • Sjálfsöryggi er það kynþokkafyllsta sem einstaklingur hefur til borðs að bera. Aðstæður, sem annars væru sennilega vandræðalegar (t.a.m. félagi að leika kött), geta bara orðið nokkuð sexý ef kisulóran leikur hlutverk sitt af sannfæringu.
 • Það er auðvelt að gleyma getnaðarvörnum í hita leiksins, en þó er mikilvægt að kynlífsfélagar séu á sömu blaðsíðu hvað varðar barneignir og kynsjúkdóma. Dálkahöfundur vísar lesanda á að ræða við heimilislækni eða einhvern sem leiðbeint þeim í leit að hentugustu getnaðarvörninni. Það er aldrei hægt að fara of varlega!

Sexting

Rafræn skilaboð eru skemmtileg leið til að byggja upp spennuna. Á hinn bóginn er netöryggi flókið fyrirbæri. Allt sem einu sinni er sent, verður ávallt tiltækt í skýjum veraldarvefsins. Almennt ætti sendandi þó ekki að óttast slíka innrás. Nokkrar saklausar hugmyndir að sexti:

 • „Ég get ekki hætt að hugsa um þig.“,
 • „Ég get ekki gleymt því sem þú gerðir síðast.“,
 • „Ég var að koma úr sturtu.“,
 • „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“,
 • „Sá þetta [insert eitthvað kynferðislegt] og það minnti mig á þig.“
 •  o.s.frv.

Einnig er sniðugt að senda myndir, ef viljinn er fyrir hendi. Á snapchat er hægt að stilla tímalengdina á örfáar sekúndur til þess að stríða viðtakandanum. ATH. Það er alltaf á ábyrgð viðtakandans að virða traust sendandans og dreifa myndunum ekki lengra en áætlaðan áfangastað. Rafrænt, eða stafrænt, kynferðisofbeldi er refsivert og veldur fórnarlambinu ómældum skaða.

Þrýstipunktar

Það eru fleiri líkamspartar en kynfæri sem eru næmir fyrir snertingu og geta örvast kynferðislega.

Dæmi:

 • Innri framhandleggir
 • Rófubein
 • Tær (ekki bara fyrir aðdáendur fóta)
 • Háls
 • Nef
 • Mitti

Brund

Klámvæðingin hefur fært það inn í meðvitund okkar að það sé ófrávíkjanlegur partur kynlífs að kyngja sæði í tilfellum karlkyns fullnægingar. Það er ekki hættulegt, en heldur ekki nauðsynlegt. Sæði er nefnilega líkamsvessi, rétt eins og hor eða eyrnamergur. Það getur verið gaman að herma eftir lokaatriði í klámmynd með því að gleypa ‚ástarvökvann‘, en enginn þarf að láta eins og hann sé góður á bragðið.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: