Kvöldið þar sem í mér söng vitleysingur

Ritstjórn
Höfundur: Ritstjórn

Klukkan var fjögur og sólin við það að rísa

hann sneri sér að mér og sagði að nú fengi ég að heyra lagið (með besta droppi allra tíma)

þetta var svona alvöru hamingjulag, eins og lögin í endanum á unglingamyndum

þar sem fallegu unglingarnarnir dansa í slowmotion með bros á vör, því þau vita að á meðan á þessu lagi stendur, í þessar fimm mínútur, eru allar áhyggjur út um gluggann og þau geta verið hamingjusöm.

Ég hló að honum og hugsaði hvað hann væri mikill auli, öskrandi, að missa sig yfir laginu.

Hverja sekúndu sem á laginu stóð hækkaði tónlistin og bíllinn fór hraðar.

Bíllinn var orðinn svo hraður að ég fann ekki fyrir honum lengur og tónlistin svo há að hún var orðin eins og partur af umhverfinu.

 

Sigurrós í súrefninu.

Þarna var ég hamingjusöm. Syngjandi og hlæjandi í slowmotion, með allar áhyggjur út um gluggann.

Bara ég, besti vinur minn og syngjandi vitleysingurinn, þjótandi í gegnum nóttina.

 

Ása Valdimarsdóttir

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Geturðu ekki lesið textann? Fáðu nýjan. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: