Knattspyrna í Kína

Ritstjórn

Carlos Alberto Martino Tevez eða Carlos Tevez er nafn sem flestir knattspyrnu aðdáendur þekkja. Hann hefur unnið Seria A tvisvar, EPL þrisvar, brasilísku Seria A og Primera division í Argentínu. Auk þess að vera kosinn besti knattspyrnu maður Suður-Ameríku þrisvar. Þessi leikmaður var með betri sóknarmönnum heims en er nú orðinn 32 ára og dofnað hafa hæfileikar hans vegna aldurs.

29. desember 2016 keypti Shanghai Shenhua Tevez og er hann nú launahæsti leikmaður allra tíma, hann mun nú fá um 85,5 milljón evra á ári eða um 80 milljón krónaur á viku.

Af 20 launahæstu leikmönnum í dag spila 6 í kínversku ofurdeildinni. Flest allir þessara leikmanna eru gamlar kempur enda er CSL (kínverska deildin) ekki besta deild í heimi. CSL var stofnuð árið 2004 og knattspyrna aldrei verið vinsæl í Kína fyrr en að deildin var stofnuð. Knattspyrna rís aðallega eftir dauða Mao Zedong þar sem að hann trúði ekki á knattspyrnu. Þrátt fyrir að hugmyndafræði kommúnisma er byggð á hópavinnu trúði Mao Zedong aldrei á hópíþróttir. En hvaðan kemur þessi peningur allt í einu?

Árið 2015 fer Xi Jingping forseti á leik hjá Manchester City og talið er að hann hafi skemmt sér mjög vel. Allt í einu eftir það er okkar eigin Eiður Smári farinn til Shijiazhuang Ever Bright. Svo fara fleiri og fleiri betri leikmenn til Kína um 2016 og fylgja í spor fyrrum Chelsea mannsins Ramires. Í hlutaáætlun Xi Jingping vill hann auka knattspyrnuáhuga og þar með hafa 50 milljón Kínverja að spila knattspyrnu, byggja 6000 auka velli og hafa 50.000 knattspyrnu skóla í Kína fyrir 2020.

Fólk í evrópskri knattspyrnu hefur nú áhyggjur vegna þess að gamlir leikmenn eru að fara fyrir gríðarlega mikla peninga og hefur það áhrif á laun leikmanna. Leikmenn vilja auðvitað frekar fara og fá hærri laun þrátt fyrir stöðu knattspyrnu í Kína. Þetta hafði þau áhrif að Oscar, meðal leikmaður hjá Chelsea sem hefði getað verið verðmetinn á um það bil 20 milljónir punda var keyptur á 60 milljónir punda. CSL er orðið verra elliheimili fyrir evrópska knattspyrnu en MLS sem segir ansi margt. Kaupin á Tevez, Oscar og fleirum gera þess vegna hluti mjög óþægilega fyrir UEFA og býr til verri stéttaskiptingu í deildum í Evrópu. Þá verður líka mun erfiðara fyrir minni lið að vinna stærri lið. Til að halda knattspyrnu spennandi verður að lækka þennan pening strax.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: