Hvað með allt hitt hinsegin fólkið?

Sólrún Freyja Sen skrifar

Ég ræddi við Álf Birki Bjarnarson, sjálfboðaliða í Samtökunum 78‘, til þess að spjalla um viðhorfsbreytingar í samfélaginu gagnvart hinsegin fólki. Það var mjög áhugavert og fróðlegt að heyra það sem hann hafði að segja.

Finnst þér viðhorfin í þjóðfélaginu gagnvart hinsegin fólki hafa breyst á síðustu árum?

Já ég myndi segja það. Viðhorfið gagnvart samkynhneigðum hefur sérstaklega breyst. Ég heyri t.d. orðið „faggi“ mun sjaldnar og eitthvað eins og „ekki vera svona hommalegur“ hef ég ekki heyrt lengi. Viðhorfið gagnvart transfólki hefur vissulega líka breyst, en við eigum miklu lengra í land með útrýmingu neikvæðra viðhorfa sem það upplifir. Svo er það intersexfólk, pankynhneigðir, asexúal, þessir hópar eru ekki búnir að fá neitt gott færi á að tjá sig. Viðhorfið gagnvart þessum hópum hefur meira verið að skapast, því fólk einfaldlega vissi ekki hvað þetta var. Ég held að við séum vissulega að gera góða hluti, góðir hlutir gerast hægt, þó þeir megi alltaf gerast hraðar.

Hver heldur þú að hafi verið forsenda þessara breytinga, og hver heldur þú að verði leiðin til breytinga í framtíðinni?

Frábært starf samtakanna ‘78 hefur að einhverju leyti verið forsenda breytinganna. Ég held líka að um leið og fólk fattar að minnihlutahópar eru miklu nær manni en maður heldur, þegar minnihlutahópar eru til dæmis partur af fjölskyldu þinni, þá þarftu bara annaðhvort að skipta um fjölskyldu eða að samþykkja fólk eins og það er.

Ég held að í framhaldinu verði baráttan hjá samkynhneigðum ekki beint blóðug áfram, að hún muni snúast meira um réttarkerfið og lagarammann. Semsagt baráttan verður ekki lengur úti á götu. Trans- og intersexhópar verða ennþá fyrir miklu aðkasti í dag, ofbeldi og ógeðsheitum. Ég held að það eigi eftir að heyja mikla baráttu á Facebook, á Gleðigöngunni og á einhvers konar samstöðufundum. Þó að baráttan muni auðvitað líka snúast um að tala við löggjafa og koma svoleiðis sínum málefnum á framfæri.

Svo eru aðrir hópar eins og t.d. BDSM hópar sem hafa ekkert fengið tækifæri til að koma sér á framfæri af viti. Þeir eru ennþá að berjast fyrir því að fá að vera viðurkennd sem BDSMhneigt fólk með jafn mikinn rétt og LGBTQIA fólk (hið klassíska” hinsegin fólk). Hópurinn vill vera viðurkenndur sem einhvers konar jaðarhópur hinseginsamfélagsins. Hinsegin fólk og BDSM fólk á svo margt sameiginlegt og því vill BDSM fólk há sina baráttu með stuðningi Hinseginsamfélagsins og öfugt.

Ef þeim tekst að sannfæra okkur Hinsegin fólkið, og þeim virðist nú vera að ganga ágætlega, þá verður miklu auðveldara að vekja athygli á BDSM fólki. Það auðveldar þeirra baráttu ef t.d. samkynhneigðir eru tilbúnir að aðstoða BDSM fólk, þó það sé ekki nema bara það að vera heima að tala við mömmu sína um hvað BDSM er, til að koma þessari umræðu af stað.

Síðustu mánuði hefur umræðan oppnast mjög mikið varðandi BDSM fólk, ég hef til dæmis ekki farið í matarboð síðasta hálft árið án þess að tala um BDSM. Fólk er nefnilega mjög áhugasamt um þetta, það virðast vera deilur um þennan hóp og fólk vill vita afhverju.

Það má líka nefna það, að innan hinseginsamfélagsins eru 90% utan hins klassíska hinseginhóps. En innan BDSM samfélagsins eru 40 % utan þessa hóps. Flestir eru semsagt hinsegin innan BDSM hópsins. Þessir hópar skarast því alveg gríðarlega.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: