Ferðasaga í myndum – Den Haag

Ritstjórn

Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar


Árið 2001 þegar ég var fjögurra ára gömul flutti ég með foreldrum mínum til Den Haag í Hollandi. Þar sem ég var svona ung var auðvelt að aðlagast nýja umhverfinu og hollenskan kom fljótt til mín. Ég gekk í tvo mismunandi grunnskóla á þeim þrem árum sem við bjuggum úti, bjó í þremur íbúðum og eignaðist tvo bræður. Þegar ég kom aftur heim árið 2004 hafði líf mitt gjörbreyst. Ég kunni hollensku, litla fjölskyldan mín var orðin stór fjölskylda og ég átti hollenskar vinkonur sem ég skrifaði bréf til og saknaði.

Síðan liðu árin og megnið af hollenskunni gleymdist, eitthvað af vinkonunum bættust við vinalistann minn á facebook en án mikilla samskipta. Þessi þrjú ár mín í Hollandi hafa samt alltaf átt stað í huga mínum og hjarta.

Síðasta sumar heimsótti ég Den Haag í fyrsta skiptið síðan ég flutti aftur til Íslands. Ég fór þangað með foreldrum mínum og systkinum og við vorum í íbúð nálægt gamla hverfinu okkar.

Það var sérstök tilfinning að koma aftur. Ég mundi eftir mörgum stöðum og þá sérstaklega gamla húsinu okkar, en mér fannst það vera svo miklu minna en mig minnti.

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

SONY DSC

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: