Að sætta sig við sálina

Og jú ég vaknaði öskrandi

reif í mig morgunmat

í bræðiskasti

og slökkti svo ljósin

 

þetta bútasaumsteppi sem ég kalla borgina mína

er grá og jarðneskjuleg

það leynist yfir henni stórborgarbragur

sem ég í reynd skil ekki

 

og jú ég spássera þín stræti

og lendi í drykkju hér og þar

kvaddi mína ástkonu

í risi einhvers bars

 

og jú tjörnin virðist ekki tignarleg

en fyrir mér er hún allt

svipað eins og við

svipað eins og við

 

og jú þótt göturnar fyllist

af amerískum ferðamönnum

af amerískum póst kólóníalisma

er þetta bútasaumsteppi alltaf samt

 

og jú þó ég fari

yfir heimsins bláu höf

ferðast til miðbaugar

eða fram á ystu nöf

og kynnist borgum sem eru

straumlínulagaðar

menntaðar

gáfaðar

fallegar

vel skipulagðar

menningarlegar

verða þær aldrei hreint eins og þú

mitt bútasaumsteppi

sem ég kalla borg

 

Jóhannes Bjarki Bjarkason

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: