10 staðreyndir um Birgittu Haukdal

Sara Mansour

Barnastjarnan Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir vann hug og hjörtu þjóðarinnar með söng sínum og bjarta brosi í lok aldarinnar sem leið. En hversu mikið vitum við raunverulega um hana? Hér eru 10 atriði um Birgittu sem gætu komið á óvart.

 1. Hún fæddist 28. júlí 1979 og verður þar af leiðandi 38 ára gömul á þessu ári. Hún er jafnframt fædd í stjörnumerki ljónsins en ljón eru sögð búa yfir sköpunargáfu og hlýju hjartalagi – alveg eins og Birgitta.
 2. Hún talar íslensku, ensku og spænsku auk þess að geta bjargað sér á dönsku.
 3. Um þessar mundir er uppáhaldsliturinn hennar gylltur.
 4. Hún var einungis 16 ára gömul þegar hún kom fram í Stjörnur morgundagsins á Broadway. Árið 2004 lék hún svo Sandy í uppsetningu Borgarleikhússins á Grease gegn stórsöngvaranum Jónsa og hún fór með hlutverk Geddu gulrótar í Ávaxtakörfunni, bæði á sviði og á sjónvarpsskjá. Birgitta talsetti einnig fjölda teiknimynda, t.d. ljáði hún Gló mögnuðu rödd sína.
 5. Hún er 166 sentimetrar að hæð.
 6. Sem ung stelpa var ósk hennar skærasta að eignast kærasta. Hún vissi um einn ágætan og ægilega sætan. Nú er hún hins vegar gift lögmanninum Benedikt Einarssyni og á með honum tvö börn.
 7. Hún gekk í Borgarhólsskóla (grunnskólinn á Húsavík) og síðar í Framhaldsskólann á Húsavík og Framhaldsskólann á Laugum þar sem hún var á heimavist.
 8. Á pizzu kýs hún að fá sér mikið af grænmeti, s.s. ætiþistla, jalapenjo, sveppi, lauk, ananas og brokkolí.
 9. Fyrrverandi meðlimir hljómsveitarinnar Írafár, þar sem Birgitta var söngkona, eru enn góðir vinir og þau hittast öll reglulega. Í dag er uppáhalds íslenska hljómsveitin hennar Kaleo.
 10. Árið 2003 tók hún þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Íslands hönd með lagið Open Your Heart og hafnaði í 8. sæti.

Bónusstaðreynd

Í byrjun aldarinnar kom út dúkka sem átti að líkja eftir Birgittu. Útkoman var umdeild en núna í janúar mun leikfangið spila skemmtilegt hlutverk hjá strákunum á Steypistöðinni (Stöð 2). Sjálf geymir Birgitta nokkur eintök af dúkkunni og hyggst gefa þær afkomendum sínum.

 

Comments
 • inga
  inga
  Reply

  Vá, ég hélt hún væri miklu hærri!

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: