Textar Megasar málaðir á striga

Sólrún Freyja Sen

Þetta verk heitir Græni kjóllinn og var reyndar ekki hluti af Megas-seríunni. Þetta er hinsvegar hin skemmtilegasta mynd, það er greinilegt að það vantar ekkert uppá sköpunargáfuna hjá Sigurði Sævari.

Sólrún Freyja Sen skrifar

Þessi mynd heitir Vordraumar og vísar í lagið Ekkert er andstyggilegra eftir Megas. Það er ekki langt í að Esjan hverfi undan snjó, þá er gott að geta horft á þessa mynd til að minna sig á að það verður ekki alltaf kalt, er það ekki?

Ég fór á myndlistarsýninguna Áhrif sem var haldin í Perlunni helgina 23.-25. september, hjá hinum unga listamanni Sigurði Sævari. Hann er búinn að vera að mála síðan hann var 10 ára gamall og halda sýningar frá því að hann var aðeins 13 ára. Málverkin á sýningunni eru innblásin af textum Megasar. Það er nú ekki verra að eiga fallega mynd af uppáhalds laginu sínu! Hann var búinn að vinna að sýningunni í 2 ár en sýningin samanstóð af 30 olíumálverkum, öll 100×80 sentimetrar að stærð. „Þetta er búið að vera mikil vinna,” segir Sigurður mér. „Það var í janúar 2015 sem þessi hugmynd kviknaði að vinna með texta Megasar í málverkum og halda síðan sýningu. Ég byrjaði að lesa textana og skissa upp, það var svo um sumarið sem ég byrjaði að mála myndirnar. Ég vildi hafa verkin öll í sömu stærð til að skapa ákveðna heild, svo er 100×80 líka svo skemmtileg stærð.” Það var troðfullur salur þegar sýningin opnaði. Gunnar Hrafnsson var með tónlistaratriði, Ágústa Eva tók lagið, svo sungu þau Ágústa og Sigurður saman. Þegar fjölmennast var á sýningunni hafa verið um 500 manns þar inni, svo var að sjálfsögðu búið að vera stöðugt streymi ferðamanna.

Heiti þessarar myndar er Vinur dragðu mig upp eins og eitt lag eftir Megas. Nei það virðist ekki vera nógu gott veður til að skella sér í sund úti í læk á þessari mynd, þá er gott að eiga vini til að hjálpa sér upp úr.

Sigurður var aðeins 10 ára gamall þegar hann ákvað að hann ætlaði sér að gerast myndlistamaður.

„Systir mín gaf mér málningu, pensla og striga í afmælisgjöf. Þá byrjaði ég að mála og hef ekki stoppað síðan. Ég hélt svo mína fyrstu einkasýningu 13 ára gamall! Það var í samstarfi við Simma og Jóa á Hamborgarafabrikkunni á Menningarnótt 2011 í Glerskálanum á Höfðatorgi.” Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar hjá Sigurði. Hann sagði mér hvað hann vildi gera eftir sýninguna, en sýningarnar verða eflaust mikið fleiri, ef við gefum hæfileikum einhvern gaum. „Það er alltaf hægt að koma í heimsókn á vinnustofuna mína, skoða verk, panta eða kaupa… Síðan stefni ég á að hafa litla jólasýningu. Þá verða minni verk til sýnis fyrir þá sem hafa kannski ekki efni á eða pláss fyrir stærri verk eins og á þessari sýningu. Ég stefni svo á að halda stóra sýningu í september 2017 til að fagna 10 ára myndlistarafmæli.”

Titill þessa verks er Napóleon á Arnarhóli og vísað er í lag Megasar Napóleon Bekk. Hann virðist ekki vera í alveg nógu góðu skapi, Napóleon greyið. Kannski er hann ekki enn búinn að jafna sig eftir Rússana.

Ég labbaði svo um og skoðaði myndirnar. Þær eru allar mjög fallegar í skemmtilegum litum og stíl, enda var helmingur verkanna þegar seldur að sýningu lokinni.

Það var gaman að fá að fjalla um Áhrif og verður eflaust líka gaman að fá að fylgjast með Sigurði í framtíðinni.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: