Margrét Sól Torfadóttir skrifar

Skaftafell, umm… Já eimmit. Pistill. Hvað er það og hvernig byrjar maður á svoleiðis? „Jæja“ er frekar hnitmiðað og stutt orð svo ég ætla að byrja á því. Jæja, Skaftafell, vinnustaðurinn minn síðastliðið sumar. Frá eigin reynslu myndi ég mæla með því fyrir alla að prófa að vinna úti á landi. Mjög næs dæmi! Þið fáið dagpeninga, húsnæði og sjálfstæði a.k.a. partí (djók #edrúlífbetralíf). En að öllu gríni slepptu er bara eitthvað svo heillandi að losna frá borgaröngþveitinu og komast í náttúruparadís líkt og Skaftafell er. Þetta er bara svo ótrúlega næs staður þar sem maður fær fjallaloftið beint í æð, getur ruglað í túristunum og farið á æfingar þar sem þú ert uppi á fjalli eða við hliðina á fossi og borðað svo allt sem þú brenndir af kökum í kaffiteríunni. Maður verður að hafa jafnvægi á hlutunum, það er bara þannig. Stór kostur er einnig peningurinn. Þetta er svona pínu „Can´t reach it, don´t need it“ stemning nema bara í aðeins stærri skammti. Þú bara getur ekki eytt peningnum þínum þarna því að það er ekkert til að eyða honum í (það er vissulega kaffitería og ein sjoppa en ekki mikið meira). Það besta er þó að þú ert í starfsmannahúsi þar sem allir gista og hefur einn herbergisfélaga, misskemmtilega að sjálfsögðu. Það myndast svo ótrúlega skemmtileg og náin tengsl við alla sem búa með þér og það er alltaf eitthvað að gerast, hvort sem það eru bíókvöld,  heimskuleikar, þ.e. ný furðuleg útgáfa af ólympíuleikunum þar sem allir eru rosa hressir, eða bara það sem fólki dettur í hug.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: