Lýðræðisherferðin #ÉgKýs

Neminn

Samband íslenskra framhaldsskólanema, í samvinnu við Landssamband æskulýðsfélaga, LÆF, standa nú fyrir lýðræðisherferðinni #ÉgKýs sem samanstendur af fundum með frambjóðendum, kynningarmyndböndum, Kosningavitanum og skuggakosningum í framhaldsskólum.

Megin tilgangur verkefnisins er að auka lýðræðisvitund ungs fólks í þeirri von um að það muni þann 29. október og í kosningum í framtíðinni kjósa eftir upplýstri ákvörðun í kjörklefanum. Staðreyndin er sú að ungt fólk skilar sér síður á kjörstað sem ógnar bæði samfélagsstöðu aldurshópsins sem og lýðræðinu í heild. Þetta er í fyrsta sinn sem skuggakosningar eru haldnar á landsvísu en 24 framhaldsskólar af 30 munu taka þátt þann 13. október.

Gert er ráð fyrir því að þeir skólar sem verða með skipuleggi lýðræðisviku dagana 10. – 13. október og eru kennarar sérstaklega hvattir til að leggja fyrir lýðræðistengd verkefni í tímum. Framhaldsskólanemar á aldrinum 16-21 árs verða hvattir til að kynna sér framboðin og mynda sér skoðun á þeim fyrir skuggakosningarnar þann 13.október.

Opnuð hefur verið heimasíða í kringum verkefnið, egkys.is þar sem finna má handbók um framkvæmd skuggakosninga, tillögur að lýðræðisverkefnum og upplýsingar um framboðin. Á henni er einnig tengill inn á Kosningavitann en hann er könnun sem hjálpar fólki að staðsetja sig í pólitík. Kosningavitinn er unninn af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

SÍF og LÆF halda utan um verkefnið en það er samstarf margra hagsmunaaðila sem koma að því með einum eða öðrum hætti. Verkefnið er styrkt af innanríkisráðuneytinu, mennta-og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitafélaga.

Fylgist með kosningavakningunni á facebook og takið þátt í umræðunni á twitter #égkýs

http://egkys.is/ 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: