Ísland í NATÓ

Ritstjórn

Margir, ef ekki allir Íslendingar þekkja slagorðið „Ísland úr NATÓ, herinn burt”. Þótt við þekkjum mörg þetta slagorð þá vita margir ekki um hvað þetta snýst, ég þar á meðal þar til fyrir stuttu.

Breski og bandaríski herinn voru með herstöðvar hér á landi uppúr seinni heimstyrjöldinni og voru með herstöðvar hér á landi. Bandaríski herinn var hins vegar hér á landi allt til ársins 2006.

Hvað er NATÓ og afhverju tengist það hernámi á tímum seinni heimstyrjaldarinnar?

Skammstöfunin NATÓ stendur fyrir North Atlantic Treaty Organization en á íslensku er talað um Atlantshafsbandalagið. Þessi heiti segja okkur kannski ekki mikið um starfsemi NATÓ annað en að það er einhverskonar bandalag á milli þjóða sem það auðvitað er í grófum dráttum. En NATÓ er hernaðarbandalag sem var stofnað árið 1949 í þeim tilgangi að sporna gegn því að stríð eins og fyrri og seinni heimstyrjöldin eigi sér stað aftur. Sem er gott og blessað og ágætis pæling þar að baki.

En nú eru rúmlega 70 ár frá því að seinni heimstyrjöldinni lauk og blessunarlega hafa ekki fleiri stríð af þessum toga brotist út, eða það er að segja á Vesturlöndum. Hvað er þá NATÓ að gera og hvað er Ísland að gera sem aðildaríki?

Sko, samkvæmt 5.grein stofnsáttmálans þá virkar þetta þannig að ef árás er lýst yfir á eitt aðildarríkið er verið að lýsa árás á þau öll. Þetta meikar svo sem allt sens, sérstaklega þar sem bandalagið var stofnað stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina og í byrjun kalda stríðsins.

Núna er ég kannski ekki búin að skrifa neitt sem þið lærðuð ekki í samfélagsfræðitímum í grunnskóla og ekki að segja ykkur neitt sem þið vitið ekki nú þegar. En málið er að á meðan árás á eitt aðildaríki er árás á þau öll þá samþykkja öll aðildarríkin þær árásir sem eitt þeirra gerir. Þannig að til þess að gera langa sögu stutta þá samþykkir Ísland árásir Bandaríkjanna í Afghanistan og allar aðgerðir Bandaríkjanna í þeim stríðum. Við sem þjóð berum jafn mikla ábyrgð á öllu því tjóni og mannsfalli sem Bandaríkjamenn hafa orsakað.

OG ÞAÐ ER ENGINN AÐ TALA UM ÞETTA! Pælið í því hvað það er brenglað að við erum að láta þetta gerast og gefa okkar samþykki, bara af því að við erum aðildarríki í bandalagi sem var stofnað þegar Bandaríkin voru að stressa sig yfir því að Sovíetríkin myndu ráðast á þau.

Hættum að styðja stríð.

ÍSLAND ÚR FOKKING NATÓ

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: