Fjárfestum í háskólunum og framtíðinni – #háskólaríhættu

Neminn

Meðalframlag íslenska ríkisins á hvern ársnema í háskóla er tæplega 1,3 milljónir króna. Ísland er þar langt á eftir nágrannaþjóðum sínum því framlagið nemur rúmlega 2,2 milljónum króna að meðaltali annars staðar á Norðurlöndum.

Í aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs er markmiðið að styrkja fjármögnun háskólakerfisins hér á landi svo hún verði að minnsta kosti sambærileg við meðaltal annarra norrænna ríkja árið 2020. Ríkisfjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sýnir hins vegar að engan veginn er komið til móts við ofangreint markmið.

Viðvarandi undirfjármögnun háskólanna dregur úr framþróun í samfélaginu og samkeppnishæfni landsins. Enn fremur er ljóst að ef ekki er lagt meira fé til reksturs háskólakerfisins þarf á endanum að fækka nemendum og draga úr fjölbreytileika í námsframboði.

Við undirrituð skorum á framhaldsskólanema og alla sem telja sér menntamál koma samfélaginu við að skrifa undir #háskólaríhættu.

Við krefjumst þess að stjórnvöld setji menntamál í forgang og framfylgi fyrrgreindum markmiðum um fjármögnun háskólakerfisins með það að leiðarljósi að jafnmikið fjármagn fylgi hverjum háskólanema hér á landi og nemum annars staðar á Norðurlöndum árið 2020.

Framkvæmdastjórn SÍF 2016-2017

Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir
Jón Hjörvar Valgarðsson
Ársól Þöll Guðmundsdóttir
Sara Þöll Finnbogadóttir
Inger Erla Thomsen
Þuríður Birna Björnsdóttir Debes
Björk Davíðsdóttir

http://haskolarnir.is/

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: