8. nóvember 2016

Ritstjórn

8. nóvember 2016. Þetta er dagsetningin þar sem milljónir Bandaríkjamanna munu fara og bíða í marga klukkutími til að kjósa annað hvort Clinton, Trump, Johnson, Stein eða Castle. Já þið lásuð rétt. Kosningarnar eru ekki bara Clinton vs. Trump. Það eru til fleiri flokkar í Bandaríkjunum en Demókratar og Repúblikanar. Mætti nefna frjálshyggju flokkinn, græna flokkinn og stjórnarskrár flokkinn. Nú spyrja sig margir eflaust hvers vegna Johnson, Stein eða Castle séu ekki í kappræðum. Það er nefnilega til fyrirtæki, fyrirtæki sem kallast Commission on Presidential Debates eða CPD. Það var stofnað árið 1987 til að „stjórna kappræðum frambjóðenda“ en það er það sem Demókratar og Repúblikanar sögðu þegar fyrirtækið var stofnað. Já, Repúblíkanar og Demókratar eiga þetta fyrirtæki. Margar reglur eru um það hverjir mega mæta og taka þátt í kappræðunum. Mætti nefna regluna sem Gary Johnson, Jill Stein og Darren Castle vilja breyta. Sú regla er svoleiðis að frambjóðandi verður að vera með að minnsta kosti 15% fylgi til að taka þátt í kappræðum. Þess vegna vita einfaldlega ekki margir Bandaríkjamenn að Johnson, Stein eða Castle séu til! Ég fór inná töluverðan fjölda fréttasíðna og fann hvergi almennilega könnun þar sem að tölur um stuðning 3 flokks frambjóðenda voru til staðar. Svo fá Stein og Castle ekki neina umfjöllun. Johnson hefur rétt fengið smá núna nýlega þar sem að hann spurði í viðtali hvað Aleppo væri og einning var hann ríkisstjóri Nýja Mexikó 1995-2003 enda var hann þá Repúblikani. Þessu máli væri hægt að líkja við það ef bara Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar mættu vera á kosninga sjónvarpi því að hinir flokkarnir væru ekki með nægt fylgi. Ég skrifa þá hér með opið bréf til allra Bandaríkjamanna:

 

Dear America,
I ask you kindly to go out on the streets and object the utter ridiculousness of the CDP. I know this may seem a small deal but do you really want this to be an election where you vote who is the better choice between two evils or who is the best choice between evils and goods.
Sincerely,
Kristinn Örn Sigurðsson

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: