10 Airwaves ráð

Ritstjórn

 

  1. Klæddu þig vel

 

Þegar það kemur að yfirhöfnum og útifötum, skaltu hugsa eins og túristi. Klæddu þig í hlý föt, því þú átt eftir að þurfa að standa í röðum og flakka á milli tónleikasvæða. Ekki taka áhættuna á því að verða kalt, það er ekkert leiðinlegra en að verða veikur síðustu tvo Airwaves dagana og missa af tónleikum.

 

  1.  Vertu opin/nn/ð fyrir nýrri tónlist

Það er alltaf gaman að heyra nýja tónlist. Þú gætir uppgötvað nýju uppáhalds hljómsveitina þína, ef þú bara gefur henni sjéns. Í stað þess að halda þig við sömu tónlistina sem þú hefur séð spilaða þó nokkrum sinnum, er sniðugt að kíkja aðeins á tónlistarúrvalið og finna eitthvað nýtt til að sjá.

 

  1.  Ekki gleyma að borða

Þú getur ekki notið tónleikanna til fulls ef þú ert stöðugt að hugsa út í hvað þú sért svangur/svöng/svangt. Dagskráin er löng og margt um að vera. Gott er að skipuleggja sig og gera ráð fyrir því að þurfa að borða á ákveðnum tíma.

 

  1. Náðu í Airwaves appið

Talandi um að skipuleggja sig. Airwaves appið er auðveldasta leiðin til að fylgjast með dagskránni. Þar getur þú skráð hjá þér hvaða tónleika þig langar að sjá, klukkan hvað þeir eru og appið mun meira að segja senda þér tilkynningu áður en tónleikarnir byrja.

 

  1. Farið sem hópur

Threes a crowd” á ekki við á þessari tónlistarhátíð. Því fleiri, því betra. Deilið með hvor öðru hvað ykkur langar að sjá. Ef hópurinn sundrast, þá planið þið hvar þið ætlið að hittast næst, eða uppfærið hvort annað hvert þið ætlið að fara eftir hverja tónleika.

 

  1. #Röðin

Það er kalt, rigning jafnvel. Þið standið í röð og bíðið eftir því að komast inn. Þú og fólkið í röðinni eigið það allavega sameiginlegt að vilja komast inn og hlusta á tónlist. Þið hafið ýmislegt að tala um, fólkið í röðinni kemur frá mismunandi heimshlutum og getur verið áhugavert að spjalla við það. Biðin verður mun styttri ef maður dettur í gott spjall.

 

  1. Sýndu þolinmæði

Á sumum tónleikum átt þú eftir að þurfa að standa lengi og bíða, hvort sem það er inni eða úti. En það er á endanum (vonandi) þess virði. Þetta tekur allt sinn tíma, sýndu þolinmæði.

 

  1. Tékkaðu líka á off-venue

Þótt þú sért með miða á on-venue, getur þú samt kíkt á það sem um er að vera í miðbænum. Mikil stemning er í Reykjavík á meðan tónlistarhátíðin er. Mikið af fólki sækir í off-venue tónleikana og því er mikilvægt að mæta tímanlega á þá tónleika sem þig langar á.

 

  1. Hvíld er góð

Reyndu að sofa vel og lengi á nóttunni. Það er ekki gott að koma illa sofinn á tónleika og geispa fimmtíu sinnum og finna meira fyrir þreytu, en bassanum í tónleikasalnum.

Ekki gleyma að anda djúpt, slaka á og sofa. Það gleymist oft þegar lífið er spenndandi, stemningin gífurleg og ástin er í loftinu.

 

  1. Njóttu

Ekki taka lífinu of alvarlega. Njóttu þess að hlusta, lokaðu augunum og vertu í þínum eigin heimi. Njóttu þess að vera í góðum félagsskap, finndu fyrir stemningunni í loftinu og ef þú finnur fyrir áhyggjum skaltu bara henda í eitt gott íslenskt víkingaklapp og segja „…þetta reddast!.

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: