Framhaldsskólablaðið í heild sinni – 1. tbl 2016

Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir

Leiðari

Kæru Framhaldsskólanemar, áhugasamir lesendur.


Nú fer hersveitum skærlitaðra regnjakka túristanna að fækka, sumarið klárast og haustið nálgast.
Skólarnir byrja á ný og námið tekur við af vinnunni. Skammdegið tekur við af björtum sumardögum og nætum. Ekki að það sé alslæmt, að mínu mati. Það er eitthvað svo ömurlega ljúft við úrhellisdaga þegar laufblöðin skarta sínum fegurstu litum og vega upp á móti grámyglunni sem fylgir yfirvofandi vetri.
Þrátt fyrir að sumarið bjóði uppá meiri fjölbreytni frá degi til dags þá verða sumardagar líka hversdagslegir til lengdar. Þá fer ég að sakna hversdagsleikans sem fylgir því að vera í framhaldsskóla. Ótrúlegt en satt þá koma tímar þar sem ég sakna strætóferðanna á mánudagsmorgnum. Sakna þess að skrapa saman klinki fyrir kaffibolla í mötuneytinu. Að sjá ný andlit forvitna nýnema á göngunum og auðvitað þau gömlu líka. Ætli það þekki ekki allir þessa tilfinningu, tilfinninguna að komast aftur í rútínuna sem til lengdar, eins og allt annað, verður að lokum þreytandi.
Núna er það samt fjarlægt vandamál, rútínan dásamlega er rétt handan við hornið og eitt af því sem henni fylgir er okkar frábæra Framhaldsskólablað.
Því býð ég ykkur að njóta fyrsta tölublaðs þessa skólaárs, kæru lesendur!
Að lokum vil ég vekja athygli á að Framhaldsskólablaðið er unnið af Framhaldsskólanemum, fyrir Framhaldsskólanema. Ef þú hefur áhuga á, eða veist um einhvern sem hefði áhuga á, að taka þátt í þessu starfi er öllum heimilt að senda umsókn á eftirfarandi netfang: evadrofn98@gmail.com.

 

Kærar kveðjur,

Eva Dröfn ritstýra

2016 - 1. tbl

Smelltu á myndina til að skoða blaðið á PDF 

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: