Tilkynning vegna fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna 2016

Neminn

 

Söngkeppni framhaldsskólanna 2016 verður haldin 9. apríl í Reykjavík, í Stúdíó Saga Film, Laugarvegi 176 – gengið upp með húsinu vinstra megin inn í port.

Undanfarin ár hefur Söngkeppnin verið rekin með miklu tapi. Dvínandi áhugi virðist vera fyrir keppninni og reynst hefur erfitt að fá fólk til að mæta á aðalkeppni.

Söngkeppnin hefur síðastliðin ár verið unnin í samstarfi á milli Saga Film og SÍF. Í upphafi á skipulagningu söngkeppninnar 2016 var framkvæmdarstjórn SÍF tjáð að Saga Film gæti ekki staðið undir kostnaði keppninnar ef hún kæmi ár eftir ár í milljóna mínus. Breytt fyrirkomulag keppninnar er því vegna óskar okkar um að halda keppninni lifandi.

Því miður reynist ekki mögulegt að halda keppnina á Akureyri í ár vegna gífurlegs mismunar í kostnaði, en þátttökugjald hefði þurft að rísa upp í allt að 150.000 kr. á hvert nemendafélag hefði ákvörðun verið tekin um að halda keppnina fyrir norðan.

Núverandi breyting á þátttökugjaldi eru viðbrögð okkar við því að passa að stökkpallur fyrir unga og efnilega söngvara glatist ekki. Ákvörðun var tekin um að flytja söngkeppnina í Reykjavík til þess að ná viðráðanlegum kostnaði en enn leit út fyrir að þátttökugjald yrði engu að síður 100.000 kr. Í ár borga því allir þrjátíu framhaldsskólar landsins 40.000 kr þátttökugjald. Af þeim þrjátíu komast 12 skólar áfram í Aðalkeppnina. Eftirfarandi skólum verður einnig skylt að selja 20 miða á Söngkeppnina og hægt er að skipta þeim miðum á milli skóla.

Öllum þátttakendum framhaldsskólanna, sem greitt hafa þátttökugjaldið, er boðið á Æfingarhelgi Söngkeppni Framhaldsskólanna 2016. Helgin fer fram 19.–20.mars í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Á æfingarhelginni mun keppendum bjóðast æfing með hljómsveit, myndataka og vinnsla, og hár og förðun. Einnig fá keppendur framkomunámskeið undir handleiðslu Glowie, sigurvegara Söngkeppninnar 2014.

Ellefu keppendur verða valdir af dómnefnd. Tólfti keppandinn verður valinn í vinsældarkosningum eftir Æfingarhelgina. Hver skóli hefur eitt atkvæði.

Stigskipting þátttökugjaldanna í ár er nauðsynleg til þess að skapa meiri eftirspurn og takmarka kostnað við aðalkeppni. Með þessari skiptingu vantar upp á pening sem fjáröflunarteymi SÍF mun fylla upp í með styrköflun.

Við skiljum vel að nemendafélög Framhaldsskólanna eru misvel stæð og hefur Framkvæmdarstjórn SÍF því í fyrsta sinn skipað fjáröflunarteymi til að koma til móts við kostnað nemendafélaga við söngkeppnina. Við viljum einnig bjóða nemendafélögum sem eiga í erfiðleikum með fjármagn í þetta verkefni að hafa samband við Varaformann SÍF, Magnús Örn, magnusorn@neminn.is varðandi aðstoð og ráðleggingar þar sem hann er yfir fjáröflunarteymi SÍF.

Okkar markmið er að gera snið keppninnar sjálfbært og straumlínulagað svo að Söngkeppnin geti verið haldin ár eftir ár.

Keppnin er, eins og segir, stökkpallur fyrir unga og efnilega söngvara sem eru í þínu nemendafélagi. Við myndum harma það ef að tækifæri líkt og þetta, glatist.

 

Fyrir frekari útskýringar er hægt að hafa samband í síma;

Steinunn Ólína Hafliðadóttir, formaður SÍF: 893-7869

Magnús Örn Gunnarsson, varaformaður SÍF: 772-9629

Athugasemdir

Contact Us

We're not around right now. But you can send us an email and we'll get back to you, asap.

Not readable? Change text. captcha txt

Start typing and press Enter to search

%d bloggers like this: